Segja má að síðasta helgi hafi ekki reynst KR-ingum mjög happadrjúg í DHL-höllinni. Eins og flestir þekkja tapaði meistaraflokkur karla gegn ÍR í þriðja leik úrslitaeinvígis liðanna. Flautukarfa Sigurkarls Róberts Jóhannessonar réð úrslitum á hádramatískan hátt.

KR tók á móti Skallagrím í 9. flokki síðasta mánudagskvöld þar sem gríðarleg spenna var. Eftir mikið fát endaði boltinn í höndum á hinum fjórtán ára gamla Alexanders Jóns Finnssonar sem setti þriggja stiga flautukörfu fyrir sigri, 57 – 54.

Eins og sjá má hér að neðan er flautukarfan nánast af sama stað og Sigurkarl setti sína kvöldið áður. Vinstra hornið við bekk KR er því haldið einhverjum álögum gagnvart KR en einhverjir muna líklega eftir flautuþristinum sem Finnur Atli Magnússon þáverandi leikmaður Hauka setti í úrslitaeinvíginu fyrir þremur árum gegn KR fyrir sigri.

Alexander Jón lék á dögunum sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Skallagrím líkt og Karfan greindi frá. Hann var á dögunum valinn í U15 landsliðs Íslands og verður spennandi að sjá hvort hann seti fleiri sigurkörfur á ferli sínum.

Myndbrot af sigurkörfu Skallagríms má finna hér að neðan: