Fjölnir og Stjarnan spiluðu til úrslita um íslandsmeistaratitil 9. flokkar drengja í dag. Fjölnir vann lið Breiðabliks og Stjarnan Hauka í undanúrslitum. Leikurinn varð aldrei mjög spennandi en Fjölnir náði strax í fyrsta leikhluta góðri forystu sem þeir héldu út leikinn. Lokatölur 66 – 52.

Stjarnan sótti fast að Fjölni sem stóðust pressuna og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn sem stjarnan vann í fyrra. Maður leiksins var Karl Ísak Birgisson fyrirliði Fjölnis, en hann skoraði 21 stig og tók 12 fráköst.

Tölfræði leiks