Brynjar Þór Björnsson hefur samið við KR að leika með því næstu tvö árin. Brynjar kemur frá Tindastól þar sem hann lék á nýliðinni leiktíð. Þetta var tilkynnt fyrr í dag á blaðamannafundi.

Brynjar er áttfaldur meistari með KR og var hann einn lykilleikmanna meistaraliðs þeirra sem vann sinn fimmta titil í röð fyrir ári síðan. Hann var með 15,4 stig að meðaltali fyrir Tindastól á tímabilinu.

Viðtal við Brynjar eftir að hann skrifaði undir má finna hér að neðan: