Eins og tilkynnt var á Körfunni fyrr í dag var staðfest að KR hefði samið við þá Jakob Örn Sigurðarson og Matthías Orra Sigurðarson um að leika með liðinu á komandi leiktíð. Þeir tveir voru hinsvegar ekki einu uppöldu leikmennirnir sem KR endurheimti í dag.

Brynjar Þór Björnsson hefur einnig samið við félagið að leika með því næstu tvö árin. Brynjar kemur frá Tindastól þar sem hann lék á nýliðinni leiktíð. Þetta var tilkynnt fyrr í dag á blaðamannafundi.

Brynjar er áttfaldur meistari með KR og var hann einn lykilleikmanna meistaraliðs þeirra sem vann sinn fimmta titil í röð fyrir ári síðan. Hann var með 15,4 stig að meðaltali fyrir Tindastól á tímabilinu.

Það er nokkuð ljóst að KR ætlar sér stóra hluti í Dominos deildinni á næstu leiktíð og gera sterkt tilkall til sjöunda Íslandsmeistaratitlinum á sjö árum.