Þjálfari spútnikliðs Þórs í Dominos deild karla, Baldur Þór Ragnarsson, er í samningsviðræðum við Tindastól um að taka við liðinu.

Staðfesti formaður Tindastóls, Ingólfur Jón Geirsson, þetta í samtali við Körfuna í gær. Sagði hann málið þó ekki komið á hreint, en að félagið hafi verið í viðræðum við fleiri en Baldur þessa síðustu daga.

Samkvæmt frétt RÚV í morgun er Baldur þó kominn ansi nálægt því að skrifa undir og mun hann taka Slóvenann Jaka Brodnik með sér úr Þorlákshöfn og norður fyrir heiði.