Framherjinn Marko Bakovic hefur samið við Þór í Þorlákshöfn um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild akrla.

Bakovic er talinn fjölhæfur framherji og kemur hann frá Króatíu. Lék hann með KK Gorica á síðasta tímabili í heimalandinu og skilaði með þeim 13 stigum og 6 fráköstum að meðaltali í leik.

Þá hefur leikmaðurinn einnig reynslu með undir 18 og undir 20 ára landsliðum Króatíu.