Nokkur sæti laus í BIBA körfuboltabúðir Borche Ilievski

Það eru ennþá 10 pláss laus í BIBA körfuboltabúðir Borce Ilievski fyrir 12 til 18 ára stráka og stelpur í La Linea De la Concepcion á Spáni 23.-30. júní.

Bærinn er 90 mínútur frá Malaga flugvellinum með rútu og 7 mínútna göngu frá Gíbraltar flugvellinum.

Frábær leið til að bæta sig í körfubolta og komast í sólina.

Verðið í búðirnar er 560 Evrur.

Gisting og þrjár máltíðir á dag í Ohtel Campo De Gibraltar sem er 4 stjörnu hótel.

Frábærar æfingar undir handleiðslu einvala liði alþjóðlegra þjálfara frá Bandaríkjunum, Spáni, Makedóníu, Íslandi og Serbíu.

Skipt er í litla getuskipta hópa þannig að allir fái fulla athygli þjálfaranna hverju sinni.

Æfingaleikir við lið úr nágrannabæjum. Ferð í vatnsrennibrautagarð.

Frekari upplýsingar

Borce Ilievski: ilievskib@yahoo.com (8637068)

Árni Eggert Harðarson: arnieggert12@gmail.com (8630778)