Oddaleikur í undanúrslitum 1. deildar karla fór fram í gærkvöld þar sem Hamar tók á móti Hetti. Staðan 2-2 fyrir einvígið og því mikið undir.

Að lokum fór svo að Hamar náði í góðan sigur þar sem liðið seig framúr í fjórða leikhluta. Everage Richardsson var með 30 stig fyrir Hamar.

Hamar mætir þar með liði Fjölnis í úrslitaeinvígi 1. deildar karla. Liðin keppast þar um eitt laust sæti í Dominos deild karla að ári en þetta er þriðja árið í röð sem Hamar kemst í þetta einvígi.

Karfan spjallaði við þjálfara Hattar, Viðar Örn Hafsteinsson, eftir leik í Hveragerði.

Viðtal / Jóhannes Helgason