Úrslitakeppni Dominos deildar kvenna hófst í gær með einum leik en seinna einvígið í undanúrslitunum hófst í kvöld.

Þar fengu Valsarar KR í heimsókn í nágrannaslag. Valsarar höfðu unnið 18 leiki í röð á meðan KR kom nokkuð haltrandi inní úrslitakeppnina. Því höfðu flestir búist við öruggum Valssigri.

Það varð hinsvegar ekki staðreyndin en KR hafði yfirhöndina meirihluta fyrri hálfleiks og fóru inní hálfleikinn sem líklegra liðið. Valur hóf þriðja leikhlutann á 13-0 áhlaupi. KR gerði vel að minnka muninn aftur en Valsarar áttu meiri orku og framkvæmdu sóknir sínar betur í lokin.

Að lokum fór því svo að Valsarar lönduðu sigri 70-61 og er komið í forystu í undanúrslitaeinvíginu. Næsti leikur fer fram á sunnudag en sigra þarf þrjá leiki til að komast í úrslitaeinvígi Dominos deildar kvenna.

Myndasafn

Valur-KR 70-61 (14-21, 22-16, 23-13, 11-11)

Valur: Heather Butler 26/4 fráköst, Helena Sverrisdóttir 17/16 fráköst/5 stoðsendingar, Simona Podesvova 8/17 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 6, Bergþóra Holton Tómasdóttir 6, Ásta Júlía Grímsdóttir 4/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 3/4 fráköst, Elísabet Thelma 0, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 0, Kristín María Matthíasdóttir 0, Dagbjört Samúelsdóttir 0, Anita Rún Árnadóttir 0.
KR: Orla O’Reilly 27/11 fráköst, Vilma Kesanen 18, Kiana Johnson 9/13 fráköst/7 stoðsendingar, Unnur Tara Jónsdóttir 4/3 varin skot, Ástrós Lena Ægisdóttir 3, Eygló Kristín Óskarsdóttir 0, Þóra Birna Ingvarsdóttir 0, Margrét Blöndal 0, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 0, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 0, Perla  Jóhannsdóttir 0, Kristbjörg Pálsdóttir 0.

Myndasafn (Væntanlegt)

Viðtöl eftir leik: