Keflavík mætir Stjörnunni heima í Blue höllinni annað kvöld kl. 19:15 í oddaleik undanúrslitaeinvígis liðanna.

Leikurinn er sá fimmti í einvíginu, en eftir að Stjarnan vann fyrstu tvo leikina, sigruðu Keflvíkingar næstu tvo.

Leikir liðanna í vetur skipst jafnt á milli félaganna, 2-2 var það í deildarkeppninni og með úrslitakeppninni er staðan orðin 4-4 á milli liðanna það sem af er vetri.

Leikurinn á morgun hreinn úrslitaleikur um hvort liðið hldi áfram til úrslita, þar sem að bikar og deildarmeistarar Vals bíða.

Í samtali við Körfuna sagði formaður Keflavíkur mikilvægt að vel yrði mætt á þennan risaleik. Enn frekar sagði að mæting vetrarins hefði ekki verið nógu góð og vildi hann biðla sérstaklega til stuðningsmanna að láta í sér heyra á þessum risaleik. Þar væri á ferðinni lið sem stöðugt hefði skilað inn titlum í hús fyrir félagið og að þær ættu það skilið frá stuðningsmönnum, að húsið yrði fullt annað kvöld.

Hér fyrir neðan má sjá myndband sem körfuknattleiksdeild Keflavíkur setti saman til þess að minna á leikinn.

Þú mætir, við mætum öll.

Oddaleikur á miðvikudaginn 17.apríl, fyllum Blue-höllina og styðjum við bakið á stelpunum.

Posted by Keflavík Karfa on Monday, April 15, 2019