Einn leikur fór fram í Dominos deild karla í kvöld þar sem Þór Þ tók á móti KR í leik tvö í undanúrslitaeinvígi liðanna.

KR hóf leikinn að meiri krafti en frábær annar leikhluti komi Hafnarmönnum á lagið. Eftir það var ekki aftur snúi og vann Þór sigur að lokum í frábærum leik.

Þór Þ jafnar þar með einvígið 1-1 en næsti leikur liðanna fer fram næstkomandi laugardag. Sigra þarf þrjá leiki til að komast í úrslitaeinvígið.

Einnig fór fram leikur tvö í úrslitaeinvígi 1. deildar karla þar sem Hamar hafði betur gegn Fjölni og jafnaði þar með stöðuna í einvígi liðanna.

Úrslit kvöldsins:

Dominos deild karla – Undanúrslit

Þór Þ 102-90 KR

Fyrsta deild karla – Úrslit

Hamar 88-86 Fjölnir

Mynd: Davíð Þór Guðlaugsson