Úrslitakeppni Dominos deildar kvenna hófst í kvöld með einum leik þar sem Keflavík tók á móti Stjörnunni.

Segja má að Stjarnan hafi mætt mun ákveðnari til leiks og náð forystuna snemma. Þá forystu gaf liðið aldrei eftir og landaði sigri að lokum.

Stjarnan tók þar með forystu í einvíginu gegn Keflavík 1-0. Þetta var fyrsti sigurleikur kvennaliðs Stjörnunnar í sögunni í úrslitakeppni en þetta er í annað sinn sem liðið er þar.

Nánar verður fjallað um leikina hér á Körfunni síðar í kvöld.

Úrslit kvöldsins:

Dominos deild kvenna – 8 liða úrslit

Keflavík 70-78 Stjarnan