Leik fjögur í einvígi Stjörnunnar og ÍR lauk rétt í þessu. Þar hafði Stjarnan lífsnauðsynlegan sigur á ÍR og jafnaði þar með einvígið.

Stjarnan mætti fílefld til leiks og náði góðri forystu strax í upphafi leiks. Þrátt fyrir nokkur áhlaup ÍRinga stóð Stjarnan það allt af sér og náði sigri að lokum.

Staðan í einvíginu því 2-2 og fer oddaleikur fram í Mathús Garðabæjarhöllinni næsta fimmtudagskvöld.

Nánari umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Körfuna.

Úrslit kvöldsins:

Dominos deild karla:

Þór Þ 93-108 KR

ÍR 75-90 Stjarnan