Tveir leikir fóru fram í undanúrslitum Dominos deildar kvenna í kvöld.

Keflavík lagði Stjörnuna í Mathús Garðabæjar höllinni. Keflavík því búið að jafna einvígið 2-2 eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjunum. Mun því þurfa oddaleik komandi miðvikudag í Keflavík til þess að skera úr um hvort liðið fer í úrslitin.

Í DHL höllinni lutu heimastúlkur í KR svo í grasi fyrir grönnum sínum úr Val. Staðan fyrir leikinn 2-1 fyrir Val og halda þær því áfram til úrslita, þar sem þær munu mæta annaðhvort Stjörnunni eða Keflavík í einvígi um Íslandsmeistaratitilinn.

Undanúrslit Dominos deildar kvenna:

KR 81 – 84 Valur

(Valur áfram 3-1)

Stjarnan 73 – 83 Keflavík

(Einvígi jafnt 2-2)