Einn leikur fór fram í undanúrslitum Dominos deildar kvenna í kvöld.

KR lagði Val með 87 stigum gegn 85 í Origo höllinni. Mikilvægur sigur fyrir KR, sem voru komnar með bakið upp að vegg, 2-0, fyrir leik kvöldsins.

Staðan því orðin 2-1 og fær Valur annað tækifæri til þess að klára einvígið komandi sunnudag, þá á heimavelli KR í DHL höllinni.

Leikurinn sá fyrsti sem að Valur tapar síðan í nóvember á síðasta ári, en þær eru bæði ríkjandi bikar og deildarmeistar.

Tölfræði leiks

Valur 85 – 87 KR

Gangur leiks: (23-20, 17-18, 15-22, 30-27)

Valur:
Heather Butler 25/5 fráköst/5 stoðsendingar, Helena Sverrisdóttir 17/11 fráköst/6 stoðsendingar, Simona Podesvova 11/12 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/4 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 6, Hallveig Jónsdóttir 5, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 4, Ásta Júlía Grímsdóttir 4, Dagbjört Samúelsdóttir 3, Elísabet Thelma 0, Kristín María Matthíasdóttir 0, Anita Rún Árnadóttir 0. 


KR: Vilma Kesanen 23, Ástrós Lena Ægisdóttir 21, Orla O’Reilly 18/13 fráköst, Kiana Johnson 14/6 fráköst/11 stoðsendingar/5 stolnir/3 varin skot, Unnur Tara Jónsdóttir 7/7 fráköst, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 4, Eygló Kristín Óskarsdóttir 0, Þóra Birna Ingvarsdóttir 0, Margrét Blöndal 0, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 0, Perla  Jóhannsdóttir 0, Kristbjörg Pálsdóttir 0. 


Viðureign: 2-1