Oddaleik Keflavíkur og Stjörnunnar lauk rétt í þessu þar sem liðin léku um sæti í úrslitaeinvígi Dominos deildar kvenna.

Leikurinn var í járnum framan af en magnaður fjórði leikhluti Keflavíkur skildi á milli liðanna. Keflavík hafði því að lokum sigur og er komið í úrslitaeinvígið gegn Val.

Stjarnan var komið í 2-0 í einvíginu en Keflavík átti frábæra endurkomu og sneri einvíginu sem endar 3-2.

Úrslitasería Vals og Keflavíkur hefst á mánudag, annan í páskum. Nánari umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Körfuna.

Úrslit kvöldsins:

Dominos deild kvenna – Undanúrslit:

Keflavík 85-69 Stjarnan