Einn leikur fór fram í undanúrslitaeinvígum Dominos deildar karla í kvöld.

Í Breiðholtinu tóku heimamenn á móti Stjörnunni í leik tvö. Fyrsti leikurinn í einvíginu endaði með sigri Stjörnunnar sem gat því komist skrefi nær úrslitaeinvíginu með sigri.

Það var í raun öflugur seinni hálfleikur ÍR sem skóp sigurinn þar sem liðið náði að brjóta vörn Stjörnunnar aftur. Sigur ÍR því staðreynd og jafnar liðið því einvígið 1-1 fyrir leik þrjú. Næsti leikur fer fram á föstudag kl 19:15.

Umfjöllun, viðtöl og myndasafn úr leiknum er væntanlegt á Körfuna síðar í kvöld.

Úrslit kvöldsins:

Dominos deild karla – Undanúrslit:

ÍR 85-76 Stjarnan