Tveir leikir fóru fram í undanúrslitum Dominos deildar kvenna og úrslitaeinvígi 1. deildar kvenna.

Keflavík lagði Stjörnuna með 91 stigi gegn 67 í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Dominos deildar kvenna. Keflavík því komið með einn sigur í seríunni á móti tveimur hjá Stjörnunni. Stjarnan fær annað tækifæri til að komast í úrslitin komandi sunnudag heima í Mathús Garðabæjar Höllinni.

Þá lagði Grindavík lið Fjölnis í þriðja leik liðanna í úrslitum 1. deildar kvenna. Leikurinn sá þriðji sem Grindavík sigrar og er það því ráðið að það verða þær sem að taka sæti Breiðabliks í Dominos deild kvenna á næsta tímabili.

Úrslit kvöldsins

Undanúrslit Dominos deildar kvenna:

Keflavík 91 – 67 Stjarnan

(Stjarnan leiðir einvígið 2-1)

Úrslitaeinvígi 1 deild kvenna:

Fjölnir 83 – 92 Grindavík

(Grindavík sigraði einvígið 3-0)