Úrslitakeppnin í Dominos úrvalsdeild kvenna hófst í kvöld þegar Keflavík tók á móti Stjörnunni. Liðin hafa bæði unnið 2 leiki í vetur og bæði unnið heima og á útivelli. Það var því ljóst að það yrði boðið upp á sýningu í kvöld.

Það var ágætis barátta hjá báðum liðum en bæði lið voru að gera mikið af mistökum og skotin voru ekki að detta fyrstu mínúturnar. Leikurinn var jafn þar til um 2 mínútur voru eftir af leikhlutanum, en þá setti Stjarnan tvo þrista í röð og komst 6 stigum yfir. Staðan eftir fyrsta leikhluta 11 – 18.

Stjarnan byrjaði annan leikhluta betur og bætti við forystuna. Keflavík bara ekki mættar til leiks. Stjarnan var með öll yfirráð á vellinum og bætti vel í forystuna fyrir hálfleik. Staðan í hálfleik 24 – 43.

Keflavík komu brjálaðar inn í þriðja leikhluta og fóru að naga niður forystu Stjörnunnar en gestirnir voru ekkert á því að gefast upp og leyfa Keflavík að valta yfir sig og unnu aftur upp forystuna frá því í hálfleik og gott betur um miðbik leiksins. Þá duttu Keflavíkingar aftur í gang og hófu atlögu að Stjörnunni. Sannarlega leikhluti áhlaupa, staðan eftir þriðja leikhluta 47 – 60.

Fyrstu mínúturnar voru tíðindalitlar en þegar líða fór á leikhlutann héldu Keflvíkingar áfram að naga niður forystu Stjörnurnar. Stjarnan gerði vel í að stoppa blæðinguna og hélt út leikinn þrátt fyrir mikið áhlaup Keflavíkur. Lokatölur 70 – 78.

Byrjunarlið:
Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir, Emilía Ósk Gunnarsdóttir, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir, Brittanny Dinkins og Sara Rún Hinriksdóttir.
Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez, Ragnheiður Bjarnadóttir, Auður Íris Ólafsdóttir, Bríet Sif Hinriksdóttir og Jóhanna Björk Sveinsdóttir.

Tölfræðin lýgur ekki:

Stjarnan hitti betur og tapaði færri boltum en Keflavík sem hitti EKKERT í fyrri hálfleik.

Hetjan:

Birna Valgerður átti fínan leik og Emilía Ósk var mjög góð.

Veronika Dzhikova átti frábæra innkomu af bekknum og Danielle Rodriguez var alveg frábær og lang besti maður vallarins.

Kjarninn:

Stjarnan spilaði frábæra vörn og tókst að setja sóknarleik Keflavíkur í algjört uppnám í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir að Keflavík hafi átt mjög fína spretti í seinni tveim leikhlutunum, þá var það bara ekki nóg því Stjarnan spilaði áfram vel og átti þennan sigur fyllilega skilið.

Tölfræði

Myndasafn

Viðtöl: