Njarðvíkingar og ÍR mættust í kvöld í Ljónagryfjunni í 5 leik í 8 liða úrslitum. Einar Árni þjálfari Njarðvíkinga gerði tvær breytingar á byrjunarliðinu en þeir Maciek Baginski og Eric Katenda fóru út fyrir Ólaf Helga Jónsson og Loga Gunnarsson. Byrjunarlið ÍR var það sama og í undanförnum leikjum.

Njarðvíkingar skoruðu fyrsta stigið af vítalínunni en fyrstu mínúturnar voru hnífjafnar. Mikil barátta var í leikhlutanum en það voru ÍRingar leiddu allan síðari hluta leikhlutans. Staðan eftir fyrsta leikhluta 15 – 18. Sigurkarl Róbert Jóhannesson var hreint frábær í leikhlutanum.

Annar leikhluti valdi engum vonbrygðum. Áfram hörku barátta og hnífjafnt. Fyrsta óíþróttamanslega villan kom þegar Elvar Már var hlaupinn niður af Sigurkarli um miðbik leikhlutans. ÍRingar fóru að sigla fram úr þegar leið á leikhlutann og náðu mest 9 stiga forystu þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum. Njarðvíkingar náðu aðeins að laga stöðuna en ÍRingar voru frábærir síðustu sekúndurnar og Sigurður Gunnar Þorsteinsson sem var búin að eiga frábæran leik, setti frábæran flautuþrist á loka sekúndubroti leikhlutans. Hálfleikstölur 32 – 43.

Njarðvíkingar komu dýrvitlausir inn í þriðja leikhlutann og settu fyrstu 7 stigin. ÍRingar voru þó hvergi að baki dottnir og settu sjálfir næstu 7 stig. ÍRingar héldu vel á spilunum og héldu sér í um 10 stiga forystu mest allan leikhlutann. Staðan fyrir fjórða leikhluta 55 – 63.

ÍRingar spiluðu áfram vel og héldu góðri forystu en þegar þeir gerðu mistök náðu Njarðvíkingar ekki að refsa þeim fyrir þau. Alveg frábær leikur hjá ÍRingum og alveg ljóst hvort liðið kom betur undirbúið til leiks. Lokatölur 74 – 86.

Byrjunarlið:

Njarðvík: Elvar Már Friðriksson, Jeb Ivey, Ólafur Helgi Jónsson, Logi Gunnarsson og Mario Matasovic.

ÍR: Gerald Robinson, Kevin Capers, Matthías Orri Sigurðsson, Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Sigurkarl Róbert Jóhannesson.

Þáttaskil:

Annar leikhlutinn hjá ÍR var mjög góður og þrátt fyrir að Njarðvík hafi herjað á þá, þá slepptu þeir aldrei forystunni eftir hann.

Tölfræðin lýgur ekki:

ÍRingar hittu betur, tóku fleiri fráköst og töpuðu færri boltum.

Hetjan:

Hjá Njarðvík áttu Elvar Már og Jeb Ivey ágætan leik.

Hjá ÍRingum Var Matthías Orri fínn og þeir  Sigurkarl Róbert og Sigurður Gunnar áttu mjögmjög góðan leik. Kevin Capers átti einnig mjög góðan leik.

Kjarninn:

Eftir að lenda 2 – 0 undir þá tókst ÍRingum það sem engin spáði, þeir sigruðu Njarðvík þrisvar í röð og komu sér áfram í úrslitakeppninni. Betra liðið vann í dag. Betur skipulagðara og undirbúna liðið komst áfram!

Það er því ljóst að KR og Þór og Stjarnan og ÍR eru að fara spila um tækifærið til að komast í úrslit Dominos deildar karla 2018 – 2019.

Tölfræði

Myndasafn

Viðtöl: