Umfjöllun: Ekkert sumarfrí í Keflavík!

Keflavík tók á móti Stjörnunni í leik 3 í undanúrslitum Dominosdeildar kvenna í kvöld. Stjarnan vann fyrstu tvo leiki liðanna og því ljóst að þær gætu komist áfram með sigri í kvöld. Keflvíkingar hins vegar voru með bakið upp við vegg og bara tvennt í stöðunni, sigur eða sumarfrí. Í lið Stjörnunnar vantaði þær Bríet Sif Hinriksdóttur og Auði Írisi Ólafsdóttur og hjá Keflavík vantaði Emblu Kristínardóttir en þær voru allar meiddar í kvöld.

Gangur leiksins:

Stjarnan setti fyrstu 2 stigin en svo settu Keflvíkingar næstu 10 stig. Stjarnan tók leikhlé og komu tvíefldar til leiks og jöfnuðu leikinn og komust svo yfir í loka sókninni. Brittanny Dinkins fór mikinn í leikhlutanum og setti 11 stig og tók 4 fráköst. Staðan eftir fyrsta leikhluta 18 – 21.

Keflavík jafnaði leikinn strax með þrist. Liðin skiptust svo á að leiða næstu mínúturnar. Danielle Rodriguez fékk þriðju villuna um miðjan leikhluta og gat ekki beit sér fyllilega í vörninni, þá losnaði töluvert um sóknarleik Keflavíkur og þær fóru að búa sér til forystu. Síðustu mínúturnar voru algjör eign Keflvíkinga. Sara Rún Hinriksdóttir var hreint frábær í leikhlutanum, sérstaklega eftir að Danielle Rodriguez hætti að dekka hana, og setti 12 stig. Staðan í hálfleik 52 – 36.

Það voru aðeins skoruð 2 stig fyrstu 4 mínúturnar. Bæði lið að spila fína vörn en jafnframt að gera mikið af mistökum. Keflavík var aðeins betra næstu 6 mínúturnar og bætti aðeins í forystuna. Staðan fyrir fjórða leikhluta 67 – 47.

Stjarnan byrjaði fjórða leikhluta betur, náðu að minnka muninn niður í 14 stig. Þegar rúmar 5 mínútur voru eftir fór Emilía Ósk Gunnarsdóttir út af með 5 villur, en hún átti fínan leik og gerði Danielle Rodriguez mjög erfitt fyrir með góðri vörn. Keflvíkingar tvíefldustu og juku forystuna upp í 21 stig. Leikurinn var svo búin eftir það og Keflavík bættu aðeins í áður en flautað var til leiksloka. Lokatölur 91 – 67.

Byrjunarlið:
                        Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir, Emilía Ósk Gunnarsdóttir, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir, Brittanny Dinkins og Sara Rún Hinriksdóttir.
                        Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez, Ragnheiður Benónísdóttir,  Alexandra Eva Sverrisdóttir, Jóhanna Björk Sveinsdóttir og Veronika Dzhikova.

Tölfræðin lýgur ekki:

Hetjan:

Veronika Dzhikova var sæmileg og Danielle Rodriguez átti fínan leik fyrir Stjörnuna.

Hjá Keflavík var Emilía Ósk Gunnarsdóttir mjög hress í vörninni og Sara Rún átti góðan leik. Bryndís Guðmundsdóttir átti síðan mjög góðan leik en það var Brittanny Dinkins sem var best á vellinum í kvöld.

Kjarninn:

Keflavíkurliðið var gott í kvöld gegn vængbrotnu liði Stjörnunnar, það vantaði tvo byrjunarliðsmenn hjá Stjörnunni og við verðum að vona að þær geti verið með í næsta leik á sunnudaginn.

Tölfræði

Viðtöl: