Deildarkeppni NBA deildarinnar kláraðist í nótt með 11 leikjum. Var það lið Milwaukee Bucks sem að sigraði bæði Austurströndina, sem og deildina í heild þetta árið, en þeir sigruðu 60 leiki af 82 þetta tímabilið.

Í Vesturströndinni voru það meistarar síðustu tveggja ára Golden State Warriors sem unnu flesta leiki, 57 af 82.

Lokastöðu deildarinnar má sjá hér

Hvaða lið yrðu með í úrslitakeppninni var næstum alveg ráðið fyrir leiki næturinnar, en aðeins sætaskipan var ekki ljós í nokkrum tilvikum. Nú er það alltsaman komið á hreint, en hér fyrir neðan má sjá hvaða lið það verða sem eigast við í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst á laugardaginn.

Hérna er NBA áskorun Körfunnar

Vesturströndin:

  • (1) Warriors vs. (8) Clippers
  • (2) Nuggets vs. (7) Spurs
  • (3) Blazers vs. (6) Thunder
  • (4) Rockets vs. (5) Jazz

Austurströndin:

  • (1) Bucks vs. (8) Pistons
  • (2) Raps vs. (7) Magic
  • (3) Sixers vs. (6) Nets
  • (4) Celtics vs. (5) Pacers