ÍR-ingar eru komnir með 2-1 forystu gegn KR í úrslitum Domino’s deildarinnar eftir magnað þriggja stiga skot frá Sigurkarli Jóhannessyni á lokasekúndum framlengingar í þriðja leik liðana. Háspennuleikur frá upphafi til enda en slæmar ákvarðanir KR-inga og misnotuð víti þeirra hleyptu ÍR aftur inn í leikinn.