Grindvíkingar sem duttu úr leik í 8-liða úrslitum Dominosdeildar karla á dögunum eftir harða rimmu við deildarmeistara Stjörnunnar, eru langt frá því komnir í sumarfrí ef marka má nýjustu fréttir úr herbúðum liðsins en rétt í þessu skrifuðu landsliðsmennirnir og lykilmenn liðsins, Ólafur Ólafsson og Sigtryggur Arnar Björnsson undir áframhaldandi samning við liðið, Ólafur til 3. ára og Sigtryggur til 2. ára.

Komið hefur fram að Jóhann Þór Ólafsson hættir þjálfun liðsins og ennþá á eftir að ráða þjálfara en það breytir því ekki að algert forgangsmál var að ganga frá samningi við þessa lykilmenn og frábærar fréttir fyrir Grindvíkinga að þetta sé klárt.

Skv. Ingiberg Þór Jónassyni formanni Kkd. Umfg, er stefnt á að klára þjálfaramál á næstu dögum og í framhaldi af því að mynda hóp fyrir næsta tímabil og eins og alltaf verður uppleggið á sama máta; að gera atlögu að öllum titlum!

Tilkynning Kkd. Umfg á fb-síðu klúbbsins:

https://www.facebook.com/korfuknattleiksdeildgrindavikur.grindavik/