Aga-og úrskurðarnefnd fundaði fyrr í vikunni þar sem nokkur mál voru tekin fyrir. Reykjanesfélögin Njarðvík og Grindavík fengu sekt vegna háttsemi áhorfenda.

Í lok leiks fimm í einvígi Njarðvíkur og ÍR kastaði stuðningsmaður Njarðvíkur trommukjuða í fætur leikmanns ÍR. Dómarar leiksins kærðu atvikið en það sást vel á myndbandsupptökum. Dóminn má sjá í heild sinni hér.

Líkt og Karfan greindi frá var áhagandi Grindavíkur sem kastaði klinki í höfuð Antii Kanervo leikmanns Stjörnunnar í leik fjögur í átta liða úrslitaeinvígi liðanna. Dómarar leiksins gerðu einnig athugasemd við gæslu leiksins en í athugasemd frá Grindavík var þeim ásökunum vísað á bug. Dóminn má sjá í heild sinni hér.

Bæði félög hlutu 50 þúsund króna sekt frá aganefndinni vegna atvikana. Þess má geta að þetta er í annað sinn sem Grindavík er sektað um 50 þúsund en félagið fékk sekt vegna ummæla Lewis Clinch fyrr í vetur.