Valur tryggði sér í gærkvöldi sæti í úrslitaeinvígi Dominos deildar kvenna með sigri á KR. Í úrslitunum mun liðið mæta annaðhvort Keflavík eða Stjörnunni, en oddaleikur í því einvígi mun fara fram komandi miðvikudag.

Valur vann einvígið með þremur sigrum gegn einum KR, en leikir einvígissins voru allir nokkuð jafnir og spennandi, þrátt fyrir að um hafi verið að ræða 1. og 4. sæti deildarkeppninnar.

Valur var án þjálfara síns, Darra Freys Atlasonar, í leiknum í gær, en hann tók út eins leiks bann fyrir að vera rekinn út úr húsi í leiknum á undan. Í hans stað kom fyrrum þjálfari karlaliðs KR, Íslandsmeistara síðustu ára, Finnur Freyr Stefánsson.

Hérna er meira um leikinn

Ljósmyndari Körfunnar, Guðlaugur Ottesen Karlsson, var á staðnum og náði þessum frábæru myndum af leiknum.

Hérna er allt myndasafnið