Keflavík tryggði sér í gærkvöldi oddaleik í undanúrslitum Dominos deildar kvenna með sigri á Stjörnunni.

Leikir þessa einvígis hafa verið bráðfjörugir, en eftir að Stjarnan sigraði fyrstu tvo, eru Keflavíkurstúlkur nú komnar til baka, 2-2.

Hérna er meira um leikinn

Oddaleikur liðanna fer fram á miðvikudagskvöldið í Keflavík, en þar verður úr skorið hvort liðið mætir Val í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn 2019.

Ljósmyndari Körfunnar, Ólafur Þór, var á staðnum og náði þessum frábæru myndum af leik gærkvöldsins.

Hérna er myndasafn frá leiknum