Leikur KR og Þórs Þorlákshafnar hefst kl 19:15 í kvöld í undanúrslitum Dominodeildar karla. Það má búast við troðfullri DHL-Höll og er eindregið mælt með að fólk mæti tímanlega. Fyrstu borgarar kvöldsins verða klárir 17:30 og miðasalan opnar 18:00. Það má búast við að opnað verði inn í sal í síðasta lagi 18:30.

Vakin er athygli á veitingasölu innst í salnum.

Börn verða að vera í fylgd með fullorðnum og sitja í stúkunni á meðan á leik stendur eins og gefur að skilja. Bannað er að fara inn á völl að leik loknum.

Miðasala er hafin á netinu hér