Matti hefur spilað vel í undanförnum leikjum og var heldur betur sáttur með karakter liðsins í kvöld. Þar vann ÍR góðan sigur á Stjörnunni og jafnaði einvígi liðanna 1-1:

Djöfull er körfubolti skemmtileg íþrótt!

Haha, hann er geggjaður! Ekkert betra en þetta!

…og takk fyrir að eiga þátt í að búa þessa skemmtun til!

Já, takk sömuleiðis! Það var bara yndisleg gaman á vellinum í kvöld.

Hvernig er það, fannstu einhver ný verkjalyf eða ertu eitthvað skárri eða hvað?

Tja…verkjalyfið mitt er bara þessir gæjar þarna upp í stúku sko! Um leið og leikurinn byrjar þá fara bara allir verkir og maður einbeitir sér að því að sýna mikla orku inn á vellinum og gleyma sér í momentinu. Það er það sem við náðum að gera í kvöld.

Það er oft talað um karakter-sigra – þessi sigur var vægast sagt dæmi um slíkt…

Já algerlega! Kevin var frábær í kvöld en ég vil helst minnast á Daða Berg. Hann er að spila sinn fyrsta leik eftir einhverja 3-4 mánuði! Þetta er það sem við þurfum, t.d. gegn Brandon. Við þurfum bara að vera mjög nálægt honum, við þurfum að vera í honum, klípa hann og pirra og það virkar vel. Við ætlum að halda áfram að gera það.

Já, þið voruð mjög fastir fyrir og allt að því pínu dörtí en það pirraði þá og það hentaði ykkur mjög vel.

Jájá, en þetta er líka þeirra leikur, þeir eru frábærir varnarlega, þeir spila líka fast og það er þetta sem þeir gerðu við okkur í fyrsta leiknum, við náðum að snúa bökum saman og núna snérum við þessu við og sýndum aðeins meiri baráttu. Nú er bara smá stöðubarátta og þetta er bara spurning um að hafa betur þar og sýna meira hungur. Við ætlum að finna leiðir til að hafa betur í þessum þáttum aftur í næsta leik.

Þið eruð undir meiri hlutann í leiknum og eruð að elta lengi og þeir komast einhverjum 10 stigum yfir itrekað í leiknum. Þess vegna er þetta svo sannarlega karakter-sigur og þið hafið greinlega haft mikla trú á að ná að síga fram úr að lokum…það vantar ekki trúna í liðið…

Við höfum alltaf trú á að vinna, sérstaklega hérna, í þessari stemmingu og með þetta fólk á bakvið okkur. Við þurfum að færa það líka yfir á útivöllinn, við munum gera það! Það er mikill karakter í þessu liði, það eru margir í liðinu búnir að vera saman lengi, þekkjum hvern annan vel, við vitum hvernig við eigum að kveikja á hverjum öðrum. Þetta er þriðja úrslitakeppnin hjá ungu strákunum sem er afar verðmætt. Við höfum gert þetta áður og vitum hvað þarf, við þurfum bara að koma fram vilja okkar.

Já akkúrat, þetta verður geggjað í framhaldinu!

Já, ég get ekki beðið!

Meira má lesa um leikinn hér.

Viðtal: Kári Viðarsson