Lykilleikmaður 8 liða úrslita Dominos deildar karla var leikmaður ÍR, Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Í æsispennandi einvígi, þar sem hans menn komu til baka og unnu 3-2 eftir að hafa verið 2-0 undir var Sigurður lang oftast besti leikmaður vallarins. Skilaði að meðaltali 15 stigum, 7 fráköstum, 2 stoðsendingum, stolnum bolta og vörðu skoti í leikjunum 5. Þar að auki var skotnýting hans til fyrirmyndar, en hann skaut 63% af vellinum í einvíginu.

Aðrir tilnefndir voru leikmaður Þórs, Halldór Garðar Hermannsson, leikmaður Stjörnunnar, Ægir Þór Steinarsson og leikmaður KR Pavel Ermolinski.