Lykilleikmaður 28. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Keflavíkur, Sara Rún Hinriksdóttir. Á tæpum 36 mínútum spiluðum í góðum sigri liðsins á KR skilaði Sara 30 stigum, 7 fráköstum, 5 stoðsendingum, stolnum bolta og 2 vörðum skotum. Þá var skotnýting hennar í leiknum til fyrirmyndar, setti bæði víti sín niður, 11/14 tveggja stiga skota sinna og 2/4 úr djúpinu.

Aðrar tilnefndar voru leikmaður Stjörnunnar, Danielle Rodriguez, leikmaður Vals, Heather Butler ogleikmaður Hauka, Þóra Kristín Jónsdóttir.