Lykilleikmaður undanúrslita Dominos deildar karla var leikmaður ÍR, Matthías Orri Sigurðarson. Í spennandi einvígi sem ÍR vann í oddaleik gegn deildar og bikarmeisturum Stjörnunnar var Matthías nánast óaðfinnanlegur. Í fimm leikjum skilaði hann að meðaltali 17 stigum, 4 fráköstum og 4 stoðsendingum. Þá var nýting hans úr djúpinu stórkostleg, setti niður 17 af 35 þriggja stiga skotum sínum, eða um 49%.

Aðrir tilnefndir voru leikmenn KR þeir Julian Boyd og Kristófer Acox, sem og liðsfélagi Matthíasar úr ÍR, Kevin Capers.