Lykilleikmaður undanúrslita Dominos deildar kvenna var leikmaður Vals, Helena Sverrisdóttir. Í fjórum leikjum spiluðum gegn KR var Helena nær alltaf besti leikmaður vallarins. Skilaði að meðaltali 23 stigum, 13 fráköstum, 7 stoðsendingum og 2 vörðum skotum í leik.

Aðrar tilnefndar voru leikmenn Keflavíkur, Brittanny Dinkins og Bryndís Guðmundsdóttir og leikmaður Vals, Heather Butler.