Haukar fengu mikinn liðsstyrk í gær þegar tilkynnt var að Lovísa Björt Henningsdóttir hefði gengið frá samningi við liðið. Hún mun leika með liðinu á næstu leiktíð. Mbl.is greindi frá þessu í gær.

Lovísa hefur leikið með Martst háskólanum síðustu ár við góðan orðstýr en hún lenti í nokkrum meiðslum á næst síðasta ári sínu við skólann en kom sterk til baka á því síðasta. Hún var með 7,6 stig að meðaltali í leik fyrir Marist á útskriftarári sínu.

Lovísa er uppalin hjá Haukum og snýr því aftur á heimahagana en hún viðurkenndi í samtali við mbl að hugur hennar leitaði út eftir næsta tímabil. „Ég er búin að vera í sam­bandi við nokkra umboðsmenn og hef rætt við fé­lög í Þýskalandi en þegar Hauk­arn­ir höfðu sam­band þá fannst mér ég ekki geta neitað þeim.“

Haukar enduðu í sjötta sæti Dominos deildar kvenna eftir nýliðna deildarkeppni en íslandsmeistarar síðasta árs náðu ekki að verja titilinn í ár. Spennandi verður að sjá hvort Lovísa getu hjálpað liðinu að komast í úrslitakeppnina á nýjan leik.