Lokaúrslit Dominosdeildar karla hefjast í DHL-Höllinni í kvöld klukkan 19:15 þegar Reykjavíkurfélögin KR og ÍR mætast í fyrsta leik í DHL höllinni.

Gera má ráð fyrir troðfullu húsi og því mikilvægt að hafa eftirfarandi í huga:

1.    Fyrstu KR hamborgarnir verða tilbúnir 17:30
2.    Miðasala í anddyri KR opnar 17:30
2.    Opnað verður inn í stúkuna 18:00
4.    Minnt er á miðasölu á netinu hér – https://www.kr.is/midasala/
5.    ÍR-ingar fara í stúku við hurðina vinstra megin, KR-ingar hægra megin.
6.    Börn verða að vera í fylgd með fullorðnum.