Leikmenn Njarðvíkr þeir Jeb Ivey og Logi Gunnarsson verða með einstaklingsmiðaðar æfingar í páskafrínu. Æfingarnar fara fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík dagana þriðjudaginn 16. og miðvikudaginn 17. apríl næstkomandi.

Báðir leikmenn hafa spilað sem atvinnumenn um alla Evrópu og þekkja leikinn vel. Þeir munu fara í þá þætti sem þeir hafa tileinkað sér á sínum ferli sem krakkarnir geta nýtt sér áfram.

Farið verður í tæknilegar bolta-og skotæfingar ásamt einstaklingsvarnarleik.

Æft verður í tveimur aldurshópum í 90 mínútur í senn. Allir velkomnir en skráning fer fram á staðnum.

Yngri hópur: 2007-2009 kl 13 – 14:30

Eldri hópur: 2006 og eldri kl 14:45-16:15

Verð er 3000 kr en það ætti enginn körfuboltaiðkandi að láta þetta frábæra tækifæri að læra af þessum reynslumiklu leikmönnum fram hjá sér fara.