Hreinn úrslitaleikur í 2. deild karla fer fram í kvöld þegar Álftanes fær lið ÍA í heimsókn.

Liðið sem vinnur í kvöld fær þátttökurétt í 1. deild karla að ári. Leikurinn fer fram í Forsetahöllinni á Álftanesi kl 19:15 í kvöld.

Þessi lið hafa mæst tvisvar á tímabilinu. Í fyrstu umferð þar sem Álftanes vann 72-136 sigur á Skagamönnum. Einnig í byrjun árs þar sem Álftanes vann einnig 117-70.