Leikur þrjú í einvígi Stjörnunnar og ÍR fer fram í kvöld í Mathús Garðarbæjarhöllinni.

Staðan í einvíginu er 1-1 eftir frábæran leik tvö í Hellinum síðasta mánudagskvöld. Það er nokkuð ljóst að ekkert verður gefið eftir í þessum leik frekar en áður þegar þessi lið hafa mæst.

Þá fer einnig fram leikur þrjú í úrslitaeinvígi 1. deildar karla þar sem staðan er einnig 1-1. Sigra þarf þrjá leiki til að tryggja sér sæti í efstu deild karla að ári.

Leikir dagsins

Dominos deild karla:

Stjarnan – ÍR – kl. 19:15

1. deild karla:

Fjölnir – Hamar – kl. 19:15