Það er heldur betur veisla fyrir körfuboltaáhugafólk í dag þegar tveir oddaleikir fara fram í átta liða úrslitum Dominos deildar karla.

Tindastóll fær Þór Þ í heimsókn í Síkið. Stólarnir komust 2-0 yfir í seríunni en hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. Síðasti var í Þorlákshöfn á laugardagskvöldið en spennandi verður að sjá hvað gerist í kvöld.

Það sama er uppá teningnum í Njarðvík þar sem heimamenn voru komnir í 2-0 stöðu en hafa nú tapað tveimur í röð. Þeim síðasta í ótrúlegri stemmningu á föstudaginn í Hertz hellinum. Það verður væntanlega þéttsetið í Ljónagryfjunni í kvöld.

Nánar verður fjallað um leikina á Körfunni í kvöld.

Oddaleikir – 8 liða úrslita Dominos deildar karla:

Tindastóll – Þór Þ – kl. 18:30

Njarðvík – ÍR – kl. 20:15