Einn leikur fer fram í undanúrslitum Dominos deildar karla í kvöld þegar Þór Þ tekur á móti KR í öðrum leik einvígis liðanna.

KR vann fyrsta leik liðanna síðasta föstudag í hörkuleik en þar með leiðir liðið 1-0 en sigra þarf þrjá leiki til að komast í úrslitaeinvígið. Liðin skiptust á sigri í leikjum þeirra í deildarkeppninni.

Einnig fer fram leikur tvö í úrslitaeinvígi 1. deildar karla þar sem Hamar tekur á móti Fjölni. Fyrsti leikur liðanna endaði með mjög öruggum sigri Fjölnis og munu því drengirnir hans Máté Dalmay leita hefnda í kvöld.

Fjallað verður um leiki kvöldsins á Körfunni síðar í dag.

Leikir dagsins:

Dominos deild karla:

Þór Þorlákshöfn – KR kl 19:15

Fyrsta deild karla:

Hamar – Fjölnir kl 19:15