Annar leikur undanúrslita Dominos deildar karla hefst í kvöld þegar ÍR fær Stjörnuna í heimsókn.

Stjarnan vann fyrsta leik einvígisins síðasta fimmudag örugglega en ÍR getur jafnað með sigri í kvöld. Meira um þann leik má lesa hér. 

Þessi lið hafa mæst nú fjórum sinnum í deild og bikar á tímabilinu og hefur Stjarnan unnið þá alla. ÍR hefur því möguleika á að ná loksins sigri í Hertz hellinum í kvöld. Heyrst hefur að fírað verið í grillinu kl 18:00 í Seljaskóla og gera má ráð fyrir rosalegri stemmningu.

Karfan verður á staðnum og fjallar um leikinn í kvöld.

Leikur dagsins:

Undanúrslit – Dominos deild karla:

ÍR – Stjarnan – kl. 19:15