Leikur þrjú í einvígi Reykjavíkurfélaganna í úrslitum Dominos deildar karla fer fram í kvöld.

Eftir að ÍR hafði stolið heimaleikjaréttinum með sigri í fyrsta leik, 83-89 í framlengdum naglbít. Náði liðið ekki að halda honum í næsta leik í Breiðholtinu en þá vann KR 73-86.

Leikur kvöldsins fer fram í DHL-höllinni og er það lið sem vinnur einungis einum sigri frá því að lyfta Íslandsmeistaratitlinum. Til að forðast raðir og tryggja miða er hægt að kaupa miða hér á heimasíðu KR.

Leikurinn hefst kl 19:15 að staðartíma en Karfan mun að sjálfsögðu fjalla um leikinn.

Leikir dagsins:

Dominos deild karla

KR – ÍR kl 19:15