Leikir fjögur í undanúrslitaeinvígum Dominos deilda kvenna fara fram í kvöld. Úrslit geta ráðist á báðum einvígum og gæti skýrst hvaða lið mætast í úrslitaeinvíginu.

Í Vesturbænum freista KRingar þess að knýja fram oddaleik í einvíginu gegn Val. KR vann nokkuð óvæntan sigur í síðasta leik og hafa staðið vel í bikarmeisturum Vals hingað til.

Stjarnan getur tryggt sér í fyrsta sinn sæti í úrslitaeinvígi í efstu deild kvenna með sigri á Keflavík en Keflavík minnkaði muninn í síðasta leik.

Nánar verður fjallað um leikina á Körfunni í kvöld.

Leikir dagsins:

Dominos deild kvenna – undanúrslit:

KR – Valur – kl. 18:00

Stjarnan – Keflavík – kl. 20:00