Það er körfuboltaveisla í dag þegar þrír gríðarlega þýðingarmiklir leikir fara fram.

Í Dominos deild karla fara fram fjórðu leikir undanúrslitaeinvíganna. Á Þorlákshöfn geta heimamenn sótt oddaleik með sigri á KR en liðin hafa skipst á að vinna heimaleiki sína hingað til.

Breiðahyltingar geta tryggt sér í úrslitaeinvígið í fyrsta sinn síðan úrslitakeppnin var sett á með sigri á Stjörnunni í kvöld. ÍR vann góðan sigur í Garðabæ í síðasta leik og mikið í húfi í kvöld.

Fjölnir getur þá tryggt sig í Dominos deild karla að ári með sigri á Hamri í Frystikistunni í kvöld.

Nánar verður fjallað um leiki kvöldsins á Körfunni í kvöld.

Leikir dagsins:

Dominos deild karla:

Þór Þ – KR – kl. 18:30

ÍR – Stjarnan – kl. 20:15

1. deild karla:

Hamar – Fjölnir – kl. 19:15