LeBron James og félagar hans í Los Angeles Lakers fóru í snemmbúið sumarfrí eftir að leiktíð NBA deildarinnar lauk, en ljóst var að liðið yrði ekki með í úrslitakeppninni nokkru áður.

Það kom þó ekki í veg fyrir að liðið næði að selja mestan varning allra liða og að treyja James yrði sú vinsælasta það sem af er tímabili

Leikmaður Golden State Warriors, Stephen Curry var í öðru sæti og framherji Milwaukee Bucks, Giannis Antetokounmpo í því þriðja.

Meðal liða voru Golden State Warriors í öðru sæti og Boston Celtics í því þriðja.

Listann má sjá í heild hér fyrir neðan í tísti blaðamanns Bleacher Report, Howard Beck.