Valur tekur á móti Keflavík í kvöld í þriðja leik úrslitaeinvígis liðanna í Dominos deild kvenna.

Fyrir leik kvöldsins eru Valsstúlkur komnar með tvo sigra og þurfa því aðeins einn í viðbót til þess að landa Íslandsmeistaratitlinum.

Takist Val að vinna titilinn, verður félagið handhafi allra titla í meistaraflokki kvenna, þar sem fyrr í vetur tryggðu þær sér bæði sigur í Geysisbikarnum, sem og unnu þær deildarmeistaratitilinn.

Leikurinn fer fram í Origo höllinni að Hlíðarenda og hefst kl. 18:00.

Frekari umfjöllun, viðtöl og myndir verða svo á Körfunni laust eftir að leik lýkur.