Grindavík lagði lið Fjölnis í gærkvöldi í þriðja leik liðanna í úrslitum 1. deildar kvenna. Leikurinn sá þriðji sem Grindavík sigraði í einvíginu og tryggðu þær sér með honum sæti í Dominos deildinni á næsta tímabili.

Hérna er myndaveisla úr leiknum

Karfan spjallaði við þjálfara Grindavíkur, Jóhann Árna Ólafsson, um einvígið, liðið og næsta tímabil.

Hvað er að skapa þetta fyrir ykkur?

“Allir leikirnir voru jafnir og spennandi, bæði lið lenda í því að lykilmenn liðana meiðast í seríunni og því voru bæði lið að aðlaga sinn leik að því. Við vorum að fá framlag frá fleirri leikmönnum, auk þess sem lykilmenn hjá okkur voru frábærir í lok leikja og vorum að fá frábær stop þegar við þurftum extra mikið á þeim að halda”

Er eftirvæntingin að komast upp aftur mikil?

“Okkur langaði mjög mikið að komast upp og það sást á okkar leik í einu og öllu. Við gerum okkur grein fyrir stökkinu á milli deilda og þurfum að leggja mikið á okkur í sumar til að vera tilbúnar fyrir næsta vetur”

Hvað var gott og slæmt við það að liðið færi niður í þessi tvö ár?

“Ég er þeirra skoðunar að Grindavík eiga að vera í efstu deild í kvennakörfubolta, við erum með eitt allra besta stelpu unglingastarfið landinu og erum að búa til mikið af efnilegum leikmönnum. Það var gott að fá tíma til að leyfa ungum stelpum að þroskast og axla ábyrgð, og stefanan er að leyfa þeim að gera það áfram á næsta leveli. við erum með Ingibjörgu sem er fædd 1990 og kana síðan í febrúar en restin er síðan 18 ára og yngri. Þannig að liðið er mjög ungt en samt töluverð reynsla í því og leikmenn sem eru tilbúnir fyrir úrvalsdeildina”

Sérðu fyrir þér að þurfa að bæta mikið í hópinn fyrir næsta tímabil?

“Við þurfum að skoða það á næstu dögum, við komumst upp í gær þannig að ég er ekki búinn að setjast niður með leikmönnum og ræða framtíðinna þeirra. Ég hef alltaf sagt að ungir leikmenn þurfa að hafa reynslubolta með sér til að halda balance. Við byrjuðum veturinn með þrjár en tvær af þeim heltustu úr lestinni í vetur útaf meiðslum. Ingibjörg var algjörlega frábær sem reynsluboltinn í liðinu og var á við þrjár, en við þurfum reynslu í bland, sérstaklega í úrvalsdeild. Og ef við missum leikmenn þá þurfum við augljóslega að fylla í þau skörð”

Við hverju má búast af Grindavík á næsta tímabili?

“Ungar stelpur í bland við reynslu mikla leikmenn sem eru tilbúnar að gera allt til að sanna það fyrir sjálfum sér og öðrum að þær og Grindavík eigi heima í deild þeirra bestu”