Tindastóll tilkynnti rétt í þessu að komist hafi verið að samkomulagi við þjálfara meistaraflokk karla, Israel Martin, um að hann myndi ekki halda áfram að þjálfa liðið á næsta tímabili.

Hefur Martin verið með liðið síðustu tvö tímabil, þar sem að stærsti sigur þess hefur verið að vinna bikarkeppnina á síðasta tímabili.

Fréttatilkynning Tindastóls

Körfuknattleiksdeild Tindastóls og Israel Martin hafa komist að samkomulagi um að hann hætti þjálfun meistaraflokks karla. Ákvörðunin er tekin í mestu vinsemd og fara báðir aðilar sáttir frá borði.

Israel Martin hefur þjálfað lið Tindastóls síðustu tvö keppnistímabil í Dominosdeild karla með ágætum árangri þar sem bikarmeistaratitill 2018 stendur uppúr.

Stjórn KKD Tindastóls vil þakka Israel Martin fyrir gott og óeigingjarnt starf fyrir deildina og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Stjórn KKD Tindastóls.