Annar leikur úrslitaeinvígis ÍR og KR fer fram í Hellinum í Breiðholti í kvöld.

ÍR-ingar unnu fyrsta leik liðanna í DHL höllinni síðastliðinn þriðjudag með 6 stigum, 89-83. Freista Íslandsmeistarar síðustu fimm ára úr KR því þess að jafna einvígið í kvöld.

Leikurinn hefst kl. 20:00 og verður honum gerð góð skil á Körfunni fljótlega eftir að honum lýkur.

Leikur dagsins

ÍR KR – kl. 20:00

(ÍR leiðir einvígið 1-0)