Fjórða leik úrslitaeinvígis 1. deildar karla lauk í kvöld með útisigri Fjölnis á Hamri. Sigurinn þýðir að staðan í einvíginu er 3-1 fyrir Fjölni, sem tryggir sér þar með sigur í einvíginu.

Fjölnir lék síðast í efstu deild árið 2015 og verið nálægt því síðustu ár að endurheimta sætið. Það hefur ekki tekist fyrr en nú fjórum árum síðar og eru Fjölnismenn vel að því komnir.

Karfan spjallaði við þjálfara Fjölnis, Fal Harðarson, eftir leik í Hveragerði.

Viðtal / Jóhannes Helgason